HEIM
Ásafl ehf. 10. ára afmæli.

Ásafl ehf. var stofnað árið 2007 og sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vélum og búnaði fyrir sjávarútveg, vinnutækjum fyrir verktaka og bæjarfélög og fjölbreyttum vörum fyrir sport og heimili.

Nýjar FPT aflvélar í Ingólf ÍS.

Ásafl ehf. óskar Sjóferðum H og K ehf. til hamingju með endurbæturnar á bátnum Ingólfi ÍS. Frá birgjum Ásafls kom allur vélbúnaður svo sem: FPT aðalvélar, ZF gírar, BT Marine skrúfur o.fl.

Diverto vinnuvélin.

BYLTING - fjögur tæki sameinuð í einni vinnuvél: Hjólaskófla, traktorsgrafa, lyftari og dráttarvél í einu og sama tækinu.

Doosan 4V158TI

Doosan vélarnar frá Kóreu hafa jafnt og þétt unnið sér sess sem vönduð framleiðsla, bæði sem framdrifsvélar og rafstöðvavélar fyrir báta og stærri skip. Samvinna Doosan við MAN og Isuzu hefur gert verksmiðjunni kleyft að bjóða mjög breitt úrval véla.

Dragflow dæla.

Dælubúnaður frá Dragflow er notaður víða um heim, þar sem dýpka þarf hafnir eða hreinsa upp úr skurðum og grunnum. Allstaðar þar sem venjulegar brunndælur ráða ekki við verkefnin.

FPT C90 650

FPT díselvélar: Frábær tækni og fullkomin gæði. FPT Industrial er einn fremsti aðili í heimi í framleiðslu á diselvélum fyrir báta, skip, vinnuvélar og bíla. FPT er einn af fáum framleiðendum í heiminum, sem hefur tvisvar hlotið útnefninguna Diesel Of The Year.

Heide-Pumpen dælur.

Heide-Pumpen í Þýskalandi er með frábært úrval af brunndælum, sem henta vel verktökum og bæjarfélögum.

Hidrostal dælur.

Hidrostal dælurnar eru hágæða vara frá Sviss, sem byggir sína tækni á dæluhjóli í formi snigils og geta því dælt mjög seigfljótandi vökvum.

Hyundai SeasAll L500

Hyundai SeasAll framleiðir vandaðar 125hö-500hö umhverfisvænar báta og skipa dísilvélar í 17 útfærslum. Hyundai SeasAll er dóttur-fyrirtæki Hyundai Kia Motors.

Isuzu UM6WG1TCX

Isuzu er einn afkastamesti framleiðandi á dísilvélum í heiminum í dag, hvort heldur það eru vélar fyrir bíla, vinnuvélar, rafstöðvar eða báta.

Linddana TP 130 trjákurlari á hjólum.

Linddana verksmiðjan í Danmörku er leiðandi framleiðandi í Evrópu á vél eða traktorsdrifnum trjákurlurum í ýmsum stærðum.

Scam Marine aðalvél SD 450 (Kubota)

Scam Marine sérhæfir sig í framleiðslu á báta og skipavélum frá Kubota og Mitsubishi í Japan. Scam Marine býður Kubota vélar frá 12,5 hö. til 140 hö. og Mitsubishi vélar frá 209 hö. til 323 hö.

TMP báta og bryggjukranar.

Allir TMP kranar eru framleiddir úr Domex gæðistáli sem skilar miklum styrkleika og lágri þyngd. Öll rör, stimplar, diskar og boltar eru úr ryðfríu stáli og kranar yfir 5 metra lyftihæð hafa Danfoss PVG 32 hlutfallsloka.

VM Motori MR 504 aðalvél

Fyrirtækið VM Motori var stofnað árið 1947 og er eitt fárra fyrirtækja í heiminum í dag sem sérhæfir sig einungis í hönnun og framleiðslu á dísilvélum í verksmiðju sinni í Cento á Ítalíu.

Weycor AR30-40 hjólaskófla.

Weycor-Atlas hjólaskóflurnar eru vel metnar fyrir áreiðanleika af notendum um allan heim: í mannvirkjagerð, garðyrkju, jarðvegsvinnu, landbúnaði, vöruhöndlun og endurvinnsluiðnaði.

 

Previous Next